Wednesday, April 11, 2007

Fjölskyldan í Kjötskógi 6. Kafli: Félagar í fjársjóðsleit ~yfirbundið framhald~

Paprekur og Laukur höfðu fundið sér græna laut, tjaldað, höfðu safnað saman greinum og sett upp varðelg. Þeir kölluðu hann Skógardýrið Húgó.
Þeir sátu inni í tjaldi, spiluðu og spjölluðu saman.
Paprekur hafði fundið ónýtan hatt á leiðinni og sett hann upp til að halda ólsen feisi.
„haha, þú ert alveg eins og hann hérna... æji hvað heitir hann... þú veist hérna, "hraðari enn skugginn að hlaupa".“ Sagði laukur
„Já, þú meinar hann þarna, "hljóp fullur í herklæðum" og þarna "lánaði ég þér atgeirinn forðum"... nei bíddu. Hvað var það? "flóðhestinn"...“ Svaraði Paprekur
„Nei, maður, hann lánaði aldrei neinn flóðhest, þetta var í villta vestrinu“
„Já var þetta svona exótískur gaur? Ávöxtur jafnvel?“
„Já einmitt. Exótískur. Í villta vestrinu. Ertu heilalaus?“
„Já maður, fylgir því að vera grænmeti.“
„Ég er að meina að þetta sé kúreki, sem ekki bofs exótískt.“
„Hvað veit ég um kúreka. Tja ekki nema "ég á engan hring í nefið á þér" þú veist, Roy með Halla og Ladda.“
„Hehe Já það var ágætt. En djöffussinns, nú á ég ekki eftir að geta sofið fyrr en ég man hvað fíflið heitir. Alltaf með strá í munninum, mannstu?“
„Já ertu að meina hann hérna "children of the corn" hérna“

3 Comments:

Blogger Unknown said...

LUKKU LÁKI, LUKKU LÁKI!!!!!!!!!!!!

2:59 AM  
Blogger Nashyrningur said...

Var þetta nokkuð svona pirrandi færsla eða varstu bara svona glaður að vita svarið?

6:03 AM  
Blogger Unknown said...

Glaður!!!!!!!!!Spenntur!!!!!!!!!!

2:51 AM  

Post a Comment

<< Home