Sunday, November 12, 2006

Paprekur steig berfættur á lítið grjót.
„Heyrður Lauksi feiti, hverju heldurðu að ég hafi gleymt?“
„tja...“ Sagði laukur
„nú, nesti og nýjum skóm“
Paprekur rauk til baka og kom aftur að vörmu spori með tvo bakpoka.
„Góður. Ég var einmitt að velta því fyrir mér hvað þú værir með margar auka hendur.“
„Jæja, finnum'etta X maður“
Vinirnir héldu af stað.
Þegar þeir voru komnir dálítinn spöl inn í skóginn stoppaði paprekur og lagði við hlustir.
„Ég er ekki frá því að ég hafi heyrt slettur og skrjáf..“
„hehe, hvort heyrðirðu fyrst“sagði laukur og flissaði.
„Bíddu wów maður, Ég fattaði þennan ekki.“

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Var Laukur að hugsa um eitthvað dónalegt?

3:23 PM  
Blogger Nashyrningur said...

Veit það ekki. Þetta grænmeti er svo klikkað í hausnum.

3:50 PM  
Anonymous Anonymous said...

hahahahaha

5:56 AM  
Anonymous Anonymous said...

Nú fyrst fer þetta að vera spennandi!!!!!!!

1:45 AM  
Blogger Hildigunnur said...

úúú :-D

3:10 PM  
Blogger sArs said...

Sæll Nashyrningur. Gasmaður hér.
Leitt að komast ekki í ammlið, en ef þú finnur leið til að teleporta mér úr langtíburtistan yfir í Rvík, þá skal ég alveg mæta.
Ég heimta allavega að fá að vera með í anda - kjötanda!
já eða þá að ég sendi staðgengil...

- að eilífu foreldrasnitzel..
sAramaður

12:29 AM  
Anonymous Anonymous said...

Skúli, thú ert mjøg sérstakur og ég tharf ad minna mig á ad lesa ekki thessar søgur thegar ég er á margmennu bókasafninu...
Hannes

2:50 AM  
Anonymous Anonymous said...

Jæja gamli varla klukkutími eftir af seinasta tvítugt-eitthvað árinu þínu, til hamingju með það :)
Vissi ekki einu sinni að þú gætir orðið þetta gamall en svo sem alveg eðlileg þróun þar sem þú ert kominn með konu, hús, barn og bíl.
Vona að veislan hafi verið góð þrátt fyrir allt vonda veðrið seinustu helgi og svona aftur í lokinn...
Til hamingju með 30 árin þín

Kveðja Þórey

3:19 PM  

Post a Comment

<< Home