Saturday, November 11, 2006

Á meðan, í dimmu skúmaskoti einhverstaðar í kjötskógi.
Tröllvaxnir trísepar í jafnvægi við ógurlega bísepa tengdust eggi, frá tveimur hliðum, með skurnklæddum öxlum. Í gegnum logsuðugleraugu sást dauft glitta í einbeitt og flugbeitt augnaráð.
„Klikk“ heyrðist þegar belti með ótal vösum læsti saman festingum sínum.
Hann tók upp byssu á stærð við sjálfan sig í fullum herklæðum og gekk burt.
Verndari réttlætis, erkióvinur óréttlætis, bjargvættur hinna bágstöddu, martröð hinna meinfýsnu.
Hálfur maður, hálft egg.
Hann var Háskaegg.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home