Hornasumma Nashyrnings

Tuesday, September 05, 2006

Fjölskyldan í Kjötskógi, 3. Kafli: Það hjálpar að hafa stjórn á lágmenningunni

Margar hendur héldu um mörg símtól. Ein hélt þó á einu í einu.
„Já, já nákvæmlega. akkúrat. Já, já ekkert mál“ sögðu margir.
Séð að ofan litu þessir mörgu út eins og eitt andlit. Það var með hökutopp, samvaxnar augnbrúnir og svarta vöggu utan um skallablett. Séð að framan litu þeir út eins og margar útgáfur af sama andlitinu. Sumir hærðir, aðrir ekki en allir með samvaxnar augnabrúnir og allir með hökutopp.
„Jóhann minn“ heyrðist kallað.
„Ég er í símanum, mamma. Hvað er að þér maður“ svöruðu nokkrir.
Að ofan leit það út eins og að kláðamaur... eða jafnvel kláða-tröllabukkur hefði hlaupið meðfram þveru andlitinu. Að framan leit það út eins og ef nokkrir í öftustu röð hefðu litið til hliðar.
Allir héldu áfram að tala í símann: „Já maður. shitt. hvað er ég? einhver minnihlutahópur? Maður fixar nú fyrir bananann, maður.“

Þeir skelltu á og létu líða sekúndu áður en þeir tóku tólið upp á ný. 555-G-Ú-L-L-A-S slógu þeir. Það var á tali.
„Dísös, það er alltaf á tali hjá þessum fávita.“
Stuttu seinna heyrðust tvær slettur á herbergisdyrnar.
„Jóhann minn, hann Gúllas er kominn“