Hornasumma Nashyrnings

Friday, June 16, 2006

Við rjúfum þessa útsendingu með áríðandi spurningu...

Hvaða tóntegund er ég núna?


1.





2.




Svör finnast víðsvegar um „the commenta matrix“.

Tuesday, June 13, 2006

Fjölskyldan í Kjötskógi 2. kafli: Illmenni

Nokkrum árum áður höfðu tveir bófar skollið saman af slysni, þegar þeir voru að elta Mackjúlla Kjúkling. Þannig hafði orðið samruni sem olli í sífellu veseni og leiðindum í kjötskógi. Tvöfallt verri og tvöfalt ákveðnari.

Bana-ananas

Friday, June 09, 2006

Víkur sögunni aftur að vinunum Paprek og Lauk. Þeir höfðu fundið gamla pappírs örk. Þetta var kort af kjöt skógi og óskiljanlegur texti. Einnig voru merki á kortinu, eins og það væri einhver vegvísir. Þetta var mjög spennandi allt saman.
„Eru foreldrar þínir sjóræningjar?“ sagði Paprekur.
„Nei maður. Þvert á móti. Pabbi er endurskoðandi og mamma er garðyrkjukona.“ Sagði Laukur og blómstraði af æsingi.
„Hva, ert þú svo bara aumur túlípani?“ sagði Paprekur.
„Já þett'er rétt hjá þér, Ég þarf að drífa mig í klippingu“

Eru Skunkur og Skinka þar með úr sögunni.