Thursday, March 08, 2007

Fjölskyldan í Kjötskógi 5. Kafli: Þegar Guð ruglaðist aðeins...

Paprekur hafði brugðið sér afsíðis, hafði lokið sér af og var að rölta aftur félaga síns.
Á miðri leið rakst hann á mann í hvítum slopp, svart hærðann með krullur.

„Sæll“ Sagði paprekur.
„Guten tag“ Sagði Hvít-krulli
„Afsakið, hvað hver ert þú, með leyfi?
„Ach, Ich bin der grosseslauter behmenhousenflüt, mit kraut und ein glücklichplatzerstraumenkrantz. Der schwein und der swans. Klingenblitzrauchenfeldlichpfeffermüllerinderplebenundderaugleinmitgatz-
problem... aber... aber...“
„Úff, varlega gæðingur. Geturðu ekki bara talað Íslensku, eða eitthvað?“
„Ha, jú jú. En hvar er ég annars?“
„Nú það vill svo vel til að þú ert lentur í miðri fjársjóðsleit, í miðjum Kjötskógi. Ég ætlaði að bjóða þér með en þá tókstu uppá þessu geðveika sprachen síji og mér hætti að lítast á blikuna.
Ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti ekki bara að halda í sloppinn þinn og þú fengir bara treyju“
„Shitt, fokk. Er ég í kjötskógi? Ekki nema vona að ég fann ekki helvítis spítalann. Ég á að vera í Svartaskógi.
Ég verð að hlaupa. Aðgerð eftir tvo tíma. Rain check á fjársjóðsleitina. Heyri í þér í næsta þætti.“

Þetta var það síðasta er sást af Hvít-krulla en Paprekur sat eftir og hristi hausinn ringlaður.

„Vá maður.“ sagði hann „stillimynd, maður“.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home